
14. mars 2014
Breytingar og lokun á dælum
Þann 17. mars verður eldsneytisdælum N1 á Króksfjaðarnesi fyrir vestan og Aðalbóli fyrir austan lokað. Vegna nýrra laga og reglugerða er ekki unnt að veita sömu þjónustu þar og áður. Til þess að mæta þeim kröfum þyrfi að ráðast í kostnaðarsamar aðgerðir við endurnýjun alls búnaðar.Við vonum að þessi breyting valdi ykkur sem minnstu raski og bendum á þjónustu N1 í nærsveitum, fyrir vestan á Reykhólum, Hólmavík, Búðardal, Bjarkarlundi og Flókalundi. Fyrir austan bendum við á þjónustu N1 á Egilsstöðum og Reyðarfirði.
Einng var þjónustustöð N1 á Dalvík lokað 1. mars síðastliðinn en þar verður sjálfsafgreiðslustöð áfram opin.
Við viljum þakka viðskiptavinum fyrir viðskiptin á síðastliðnum árum og vonumst til þess að sjá ykkur á öðrum stöðvum N1 um land allt.