Breyting á skilmálum á N1 kortinu

29. júní 2014

Breyting á skilmálum á N1 kortinu

Í samræmi við fyrirmæli um 28. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hefur 2. gr. í skilmálum N1 kortsins verið breytt. Aðrir skilmálar halda sér óbreyttir.

Skilmálar N1 kortsins:

 1. Umsækjendur um N1 kort geta verið einstaklingar sem orðnir eru 18 ára og eldri og skráðir lögaðilar, ekki fyrirtæki, félagasamtök eða aðrar stofnanir.      Einstaklingar 16-18 ára eiga kost á því að sækja um staðgreiðslukort.
 2. Með því að sækja um aðild og samþykkja skilmála N1 kortsins heimilar umsækjandi N1 að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang, símanúmer og almennar upplýsingar úr þjóðskrá, og vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu N1 til markaðssetningar og almannatengsla fyrir N1 og aðila sem N1 velur til samstafs. Samþykki á skilmálum þessum skoðast sem samþykki í skilningi 1. mgr. 46. gr. fjarskiptalaga og 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 9. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umsækjandi getur afturkallað samþykki sitt með því að senda póst á netfangið: n1@n1.is í samræmi við fyrirmæli 28. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar um korthafa eru varðveittar meðan viðskiptamenn eru handhafar N1 kortsins  og viðskiptahagsmunir N1 krefjast þess en þó aldrei lengur en lög og reglur mæla fyrir um. Allir vinnsluaðilar N1 og aðilar sem N1 velur til samstafs hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.
 3. Áður en væntanlegur viðskiptavinur staðfestir umsókn sína ber honum að kynna sér vandlega skilmála þessa. Með samþykki umsóknar kemst á skilyrtur samningur þar sem umsækjanda ber að fylgja í hvívetna skilmálum þessum, svo fremi sem N1 hf. samþykkir umsókn viðskiptavinar.
 4. N1 hf. áskilur sér rétt til þess að leita allra upplýsinga sem fyrirtækið telur nauðsynlegar til að afgreiða umsókn viðskiptamanns um N1 kort eða N1 lykil, svo sem upplýsingar frá Creditinfo og frá viðskiptabönkum.
 5. Áður en reikningsviðskipti eru stofnuð, eða hvenær sem N1 fer fram á slíkt, skal umsækjandi leggja fram þær tryggingar er N1 hf. metur fullnægjandi fyrir skilvísum greiðslum úttekta.
 6.  Einu sinni í mánuði sendir N1 hf. sundurliðað yfirlit ásamt reikningi yfir viðskipti þeirra viðskiptavina sem eru í reikningsviðskiptum undanliðins mánaðar. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að greiða viðskiptaskuld sína eigi síðar en á eindaga.
 7. Reikningstímabil er ein almanaksmánuður. Gjalddagi er síðasti dagur úttektarmánaðar og eindagi 30 dögum eftir lok tímabils. Ef greiðsla dregst bætast dráttarvextir við reikningsupphæðina frá gjalddaga.
   
 8. Viðskipti hvers N1 korts eða N1 lykils er bundin við ákveðnar hámarksfjárhæðir á mánuði. Ákvörðun um hámarksfjárhæð úttektar viðskiptamanns skal ákveðin af N1 hf. í samráði við viðskiptamann.
 9. Kortið eða lykillinn er í eign N1 hf. og getur félagið afturkallað það og lokað viðskiptareikningi vegna vanskila eða misnotkunar án fyrirvara á hvaða tímapunkti sem er.
 10. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir öllum úttektum, óháð því hver notar kortið og skuldbindur sig til að greiða úttektir eins og þær birtast á sölunótum sem staðfestar hafa verið við kaup.
 11. Ef kort eða lykill tapast ber eiganda þess að tilkynna það tafarlaust til N1 hf. Frá því tilkynningin berst N1 hf. er viðskiptavinur ekki ábyrgur vegna misnotkunar N1 korts eða N1 lykli.
 12. N1 hf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum. Breytingar á skilmálum skulu kynntar eigi síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi. Afhending nýrra viðskiptaskilmála í almennum pósti og/eða birting á heimasíðu N1 hf. , www.n1.is, telst nægileg tilkynning samkvæmt framansögðu.
 13. Varðandi punktasöfnun einstaklinga:N1 punktar ávinnast þegar verslað er við þjónustuaðila N1 hf.
  1. N1 punktar ávinnast ekki þegar verslað er úr eftirfarandi vöruflokkum;
  2. Tóbak
  3. Blöð og tímarit (innlend sem erlend)
  4. Happdrætti og getraunir
  5. Verðmæti hvers N1 punkts er 1 króna í öllum viðskiptum við N1 hf.
  6. Framvísa þarf N1 korti/ N1 lykli þegar viðskipti eiga sér stað til að tryggja uppsöfnun N1 punkta.
  7. N1 punktar eru ekki framseljanlegir og eru bundnir við þann einstakling og / eða lögpersónu sem er handhafi N1 kortsins / N1 lykilsins.
  8. Ekki er hægt að semja um punkta eða að leysa þá út fyrir peninga.
  9. Uppsafnaðir N1 punktar fyrnast á 3 árum frá því þeir verða til sem inneign hjá N1 hf. Framangreindur fyrningarfrestur er þó bundinn þeirri forsendu að viðskipti handhafa við N1 hf. haldist áfram óslitin. Ef engar kortafærslur verða til á 12 mánaða samfelldu tímabili, vegna þess að handhafi þess stofnar ekki til neinna viðskipta við N1 hf., þá fellur punktainnistæða handhafa hjá N1 hf. niður án viðvarana.
 14. N1 áskilur sér rétt til þess að leggja niður vildarkerfi N1 eða breyta því hvenær sem er, með því eða án þess að tilkynna slíkt sérstaklega. Í þessu felst réttur N1 til að breyta reglum, punktakerfi, skilmálum við afhendingu og úthlutun N1 korta. Verði vildarkerfi N1 lagt niður er N1 heimilt að fella niður alla áunna punkta. N1 mun leitast við að tilkynna korthöfum með góðum fyrirvara ef ákvörðun um slíkt verður tekinn.
 15. N1 hefur gert samstarfssamninga við aðra aðila um að veita korthöfum ákveðna þjónustu. N1 mun leitast við að sjá til þess að slík þjónusta verði í boði en ábyrgist það ekki. N1 er ekki ábyrgt fyrir skaða sem hlýst af vanefndum samstarfsaðila.
 16. Mál sem rísa út af túlkun og efni þessara skilmála, svo og innheimtumál vegna úttekta, er heimilt að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.