Bókaðu í smur á netinu

07. febrúar 2020

Bókaðu bílinn þinn í smur á netinu.

Við erum alltaf að bæta við þjónustuna hjá okkur. Nú geta viðskiptavinir N1 pantað tíma í smurþjónustu á netinu. Til að byrja með verður boðið upp á þjónustuna hjá bílaþjónustum N1 á Bíldshöfða og Fellsmúla. Í þónokkur ár hefur N1 boðið upp á bókun í dekkjaskipti á netinu, það hefur tekist vel til og var því tekin ákvörðun að bjóða einnig uppá bókun á netinu í smurþjónustu.

Líkt og bókun í dekkjaskipti þá er kerfið fyrir bókun í smur mjög einfalt, fólk einfaldlega fer inn á heimasíðu N1 þar sem það getur valið annað hvort Bíldshöfða eða Fellsmúla og bókar tíma. Áminning er svo send í SMS áður en að tímanum kemur. Með því að bóka á netinu þá sleppur fólk við óþarfa raðir sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

 

Frekari upplýsingar, ásamt bókun í smurþjónustu má finna hér.