Aukið öryggi, lengri líftími dekkja og sparar bensín
Það er ekki bara tekið út með sældinni að eiga bíl. Því fylgir auðvitað ákveðin ábati en oft á tíðum líka verulegur kostnaður við rekstur bílsins. Það eru þó til ýmsar leiðir til þess að draga úr þeim kostnaði. Eitt þessara ráða eykur öryggi þitt í umferðinni, sparar bensín, eykur líftíma dekkjanna og það besta er kostar þig ekki neitt!
Þetta hljómar auðvitað of gott til þess að vera satt en er það ekki. Töfralausnin er einfaldlega fólgin í því að mæla og stilla réttan loftþrýsting í dekkjunum. Rangur loftþrýstingur dregur nefnilega úr veggripi dekkjanna, ýtir undir ótímabæra eyðslu á mynstri þeirra og meira renniviðnám þýðir aukin bensíneyðsla.
Þá er stóra spurningin: Hvernig mæli ég og stilli réttan loftþrýsting í dekkjunum?
Ef rétt stærð á dekkjum eru undir bílnum er oftast hægt að finna upplýsingar um rétta þrýsting frá framleiðenda bílsins á einum af eftirfarandi þremur stöðum: Á límmiða í hurðarfalsi bílstjórahurðar eða bensínloki og jafnframt stundum í handbók bílsins.
Algengur þrýstingur fyrir fólksbíla er um 32-35 psi en það er þó ekki algilt. Einnig er mikilvægt að þú farir ekki eftir tölunum sem finna má á dekkjunum sjálfum. Þær sýna mesta þrýsting sem dekkin þola en of mikill loftþrýstingur dregur einnig úr öryggis og líftíma dekkjanna.
Þegar þú hefur komist að réttum loftþrýsting búa flestar stöðvar N1 svo vel að hafa sjálfvirkar loftdælur sem einfaldar ferlið að pumpa í dekkin. Slöngunni er komið á ventil dekksins og réttur þrýstingur valinn á skjánum. Pumpað er svo í dekkin eitt af öðru og tilvalið að skoða ástand þeirra í leiðinni.
Ef þú ert í minnsta vafa um að ástand dekkjanna sé óásættanlegt þá mælum við með að þú komir við á næsta hjólbarðaverkstæði N1 og fáir sérfræðingana okkar til þess að aðstoða þig. Öryggi þíns vegna.
Gangi þér vel!