Athuga herslu á felguróm

10. desember 2015

Athuga herslu á felguróm

Þegar komið er með bílinn í dekkjaskipti er settur miði á stýrið þar sem ökumenn eru hvattir til að athuga herslu á felguróm innan tveggja daga eða 60 km. Einnig kemur fram á miðanum hver loftþrýstingurinn er bæði á fram- og afturdekkjum.  

Þetta hefur verið gert svona í mörg ár hjá N1, segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri bílaverkstæðanna N1.

„Viðskiptavinir eru velkomnir að koma til okkar og láta skoða þetta", segir Dagur. 

Við vonum að fólk fari eftir þessu því alvarleg slys geta orðið ef ekki er gætt að því að felguróm séu nægilega hertar.