Áskrift að SkjáEinum seld á þjónustustöðvum N1

27. október 2010

Áskrift að SkjáEinum seld á þjónustustöðvum N1

N1 og SkjárEinn hafa nú tekið höndum saman og efnt til spennandi samstarfs. Samvinnan er ekki til komin vegna þess að fyrirtækin heita líkum nöfnum, heldur til að skila báðum aðilum ávinningi og nýjum tækifærum.


Þannig verður áskrift að SkjáEinum seld á þjónustustöðvum N1 og fá N1 korthafar 15% afslátt af mánaðarverði svo eitthvað sé nefnt. Þannig eflist N1 kortið okkar, eitt stærsta og öflugasta tryggðar- og vildarkerfi landsins, enn frekar.


Nú geta N1 korthafar keypt áskrift af SkjáEinum á þjónustustöðvum N1.

 • N1 korthafar fá 15% afslátt af áskriftakorti sem veitir þeim aðgang af skemmtilegri sjónvarpsdagskrá SkjásEins í þrjá mánuði.
 • 3 mánaða áskriftakortið kostar 7.370 krónur og virkar í raun eins og inneignarkort.

Til að virkja áskrift:

 • www.skjarinn.is/inneign
 • Slá inn kennitölu þess sem skráður er fyrir myndlyklinum á heimilinu og farsímanúmer.
 • Skefur af kortinu og slærð inn númerið í box sem kemur upp og stendur við kóði á gjafakorti.
 • Staðfestingarkóði er síðan sendum með SMS í farsíma sem gefinn upp.
  • Þar fyrir neðan koma upp tveir valmöguleikar.
   • Viltu halda áfram í áskrift eftir að tímabið rennur út- ef hakað er í þennan valmöguleika þá mun verða sendur reikningur eftir að tímabilið rennur út á fullu verði.
   • Viltu hætta áskrift eftir að tímabilinu líkur. Ef hakað er í þennan valmöguleika þá lokast sjálfkrafa á áskriftina eftir 3. Mánuði
 • Þegar búið er að velja annan möguleikann þá ýtir þú á hnapp sem segir samþykkja.
 • Það getur tekið allt að 1-2 tíma eftir að áskriftin er virkjuð að rásin opnist. Í öllum tilfellum þarf að endurræsa lykilinn.

Nauðsynlegt er að hafa myndlykil frá Sjónvarpi Símans eða Vodafone (Digital Ísland)  til að virkja áskriftina. Upplýsingar um myndlykla og sjónvarpstengingar má nálgast í símum 800-7000 eða 1414. 


Nokkrar spurningar:

 • Hvað stöðvar selja SkjáEinn – sjá lista.
 • Þarf ég að virkja áskriftina strax og inneignarkortið er keypt?
 • Nei ekki þarf að virkja áskriftina strax, kortið er virkt í eitt ár eftir kaup. 
 • Er eingöngu hægt að nota eitt inneignarkort á hvern myndlykil? Nei hægt er að kaupa fleiri en eitt kort á hvern myndlykil og nota þau hvert á eftir öðru. 
 • Ef ég er nú þegar áskrifandi hvernig sný ég mér ?
 • Ef þú ert nú þegar áskrifandi að Skjá1 þá er orðið of langt liðið á mánuðinn til að segja upp áskriftinni þar sem það þarf að gerast 4 virkum dögum fyrir mánaðarmót. Þá ráðaleggjum við fólki að virkja áskriftakóðann seinni hluta mánaðarins og þá les netsíðan að áskrifandinn er kominn með inneign og því mun ekki berast reikningur.