11. maí 2015
Allt á hjólum
N1 var með bás ásamt Michelin á sýningunni Allt á hjólum í Fífunni um síðustu helgi. Mikil aðsókn var að básnum og höfðu gestir mestan áhuga á að skoða dekkin og felgurnar sem við vorum með til sýnis. Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða, segir að margir hafi góða reynslu af Michelin dekkjum og vilji ekki sjá neitt annað. "Það er alltaf gaman að heyra jákvæðar reynslusögur um góðar vörur", segir Dagur.
Einnig leyst fólki vel á felgurnar sem við vorum með til sýnis og töluðu um að gott væri að vera með auka sett af felgum, segir Dagur.
Við þökkum öllum þeim sem komu á sýninguna fyrir innlitið. Hægt er að skoða dekkin okkar hér