Aldur hjólbarða, hvenær eru dekk orðin gömul?

18. nóvember 2015

Aldur hjólbarða, hvenær eru dekk orðin gömul?

Fjölmargir þættir hafa áhrif á öldun hjólbarða t.a.m. loftslag, geymsluaðstæður (hitastig, raki, staðsetning o.s.frv.), aðstæður við notkun (þungi faratækis, loftþrýstingur, skemmdir vegna ástands vega o.s.frv.) á líftíma dekksins. Hjólbarðar eru úr mismunandi efnum. Hluti þessara efna eru byggðir á gúmmíi, og eiginleikar þeirra efna breytast með tímanum. 

Bæði Michelin og Cooper, sem eru aðalbirgjar N1 í dekkjum, hafa gefið út mælikvarða á það hvernig megi mæla aldur dekkja. 

Þessir þættir í öldrun dekkja eru svo magvíslegir að útilokað er að spá um líftíma dekks með nokkurri nákvæmni. Af þessum sökum er mælt með því að notendur, auk þess að fylgjast sjálfir með ástandi dekkja sinna, láti fagmenn reglulega kanna ástand þeirra. Fagmenn geta metið hvort ráðlegt sé að nota dekkið áfram. Þeim mun eldra sem dekkið er, þeim mun líklegra er að það þurfi að skipa um dekk vegna öldrunar eða annars.

1. Samkvæmt rannsókn STRO (The Scandinavian Tire and Rim Organization) er enginn munur á gæðum þriggja ára gamalla vetrarhjólbarða, sem geymdir hafa verið við kjöraðstæður, og nýrra hjólbarða. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að helsti dekkjaframleiðandi heims, Michelin, skilgreinir dekk sem geymt er við viðurkenndar aðstæður sem „nýtt“ þar til það er orðið 5 ára.

2. Erfitt getur verið að bjóða hjólbarða sem framleiddir eru sama ár og þeir eru seldir vegna þess að:

  • Flestir framleiðendur framleiða vetrarhjólbarðana í einni framleiðslulotu einu sinni á ári.
  • Stærðarflóran er gríðarleg og sumar stærðir eru jafnvel ekki framleiddar á hverju ári.

3. Almennt tala framleiðendur og fagmenn í hjólbarðageiranum um að líftími hjólbarða geti verið allt að 10 ár en séu þeir eldri ætti að skipta þeim út. Í sumum tilfellum getur verið í lagi að nota þá lengur, ef fagmenn meta það svo eftir skoðun.

4. Þó ber að taka fram að fjölmargar ástæður geta leitt til mun skemmri líftíma hjólbarða en 10 ára. Meðal þeirra eru:

  • Burðargeta dekkjanna, rangur loftþrýstingur og heildarþungi ökutækis.
  • Akstursaðstæður - malarvegir, vegbrúnir, kantar, undirlag og efni.
  • Geymsla - birta, hiti og efni.
  • Áföll - skurðir, skrámur og viðgerðir.


5. Það er afar misjafnt hvernig hjólbarðar eldast. Af ofangreindum ástæðum er mikilvægt að fagmenn í greininni meti ástand hjólbarða sem hafa verið í notkun í 5 ár með tilliti til þess hvort óhætt sé að nota þá áfram. Það er einnig mikilvægt að láta meta hvort hjólbarðar sem hafa orðið fyrir einhverjum skakkaföllum séu áfram nothæfir.

 

Sjá nánar í skjölum frá: