Áframhaldandi stuðningur við Sindra

23. maí 2018

Áframhaldandi stuðningur við Sindra

Nú á dögunum var undirritaður áframhaldandi þriggja ára samningur milli N1 og knattspyrnudeildar Sindra en N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar undanfarin ár.

Það var hún Linda Hermannsdóttir ritari knattspyrnudeildar Sindra sem undirritaði samninginn fyrir hönd Sindra og Björn Þórarinn Birgisson stöðvarstjóri á Höfn sem undirritaði samninginn fyrir hönd N1.

"Það er okkur sönn ánægja að framlengja samning okkar við Sindra og er gaman að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá félaginu" segir Björn Þórarinn Birgisson.

Ásamt henni Lindu Hermannsdóttir og Birni Þórarni Birgissyni má sjá þær Guðrúnu Ásu Aðalsteinsdóttir, Ylfu Beatrix N. Stephensdóttir og Salvör Dalla Hjaltadóttir, leikmenn meistaflokks kvenna, á myndinni.