Áframhaldandi stuðningur við Fram
Á dögunum undirrituðu N1 og Fram áframhaldandi 2 ára samning um aðkomu N1 sem einn af aðalstyrktaraðilum Fram. N1 hefur verið dyggur bakhjarl félagsins undanfarin ár og er því kærkomið að halda áfram samstarfi við það öfluga barna- og uppeldisstarf sem Fram sinnir.
„Það skiptir okkur hjá N1 miklu máli að styðja vel við bakið á íþróttafélögum landsins og höfum við átt ánægjulegt samstarf við Fram undanfarin ár “ segir Kolbeinn Finnsson og tekur Sigurður Tómas í sama streng og segir aðkomu N1 skapa tækifæri til að efla frístundastarf á vegum Fram enn frekar.
Það voru þeir Sigurður Tómasson, formaður Fram, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Fram og Kolbeinn Finnsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs N1. sem undirritaði samninginn fyrir hönd N1.