Áframhaldandi stuðningur við BUGL

13. febrúar 2017

Áframhaldandi stuðningur við BUGL

Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur stutt margvíslega við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans síðastliðin 14 ár. Ber þar einna hæst að nefna rekstur tveggja bifreiða sem notaðir hafa verið til að fara með krakkana í hinar ýmsu ferðir en einnig svo vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnunum í sínu nærumhverfi.

Við hjá N1 erum þakklát að fá tækifæri til þess að halda áfram stuðningi við rekstur þessara tveggja bifreiða eins og við höfum gert síðastliðin 10 ár. Með samningi sem undirritaður var 7. febrúar 2017 tryggja Fjörgynjarmenn sér áframhaldandi stuðning Sjóvár og N1 við rekstur BUGL bílanna en Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu og N1 eldsneyti á þá.