Afkoma N1 hf. á 2. ársfjórðungi 2012
Afkomutilkynning, 30. ágúst 2012
Rekstrartekjur N1 hf. á öðrum ársfjórðungi 2012 voru 16.307 mkr, samanborið við 14.687 mkr á sama tímabili í fyrra en hækkun má rekja til hærra olíuverðs og aukinna opinberra gjalda á eldsneyti. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 692 mkr, samanborið við 726 mkr á sama tímabili 2011. Hagnaður tímbilsins var 292 mkr, en á sama tímabili árið áður var hann 5.340 mkr í heild, þar af 4.822 mkr vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar árið 2011.
Rekstur N1 hf. á fyrri árshelmingi 2012
Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 28.727 mkr samanborið við 24.567 mkr á sama tíma árið áður. EBITDA var 1.266 mkr samanborið við 964 mkr árið áður. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 142 mkr á tímabilinu, en voru jákvæðir um 210 mkr á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Hagnaður tímabilsins nam 624 mkr á móti 5.466 mkr árið áður, þar af 4.822 mkr vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar árið 2011.
Efnahagur 30.6.2012
Bókfært verð eigna félagsins í 30. júní 2012 nam 30.621 mkr samanborið við 26.327 mkr 31. desember 2011. Eigið fé var 13.946 mkr, en var 13.323 mkr um áramót. Eiginfjárhlutfall var 45,5%. Í lok júní 2012 námu heildarskuldir og skuldbindingar 16.675 mkr.
Sjóðstreymi á fyrri árshelmingi 2012
Veltufé frá rekstri fyrstu 6 mánuði ársins var 1.039 mkr, en handbært fé frá rekstri 903 mkr. Fjárfestingahreyfingar, þ.e. keyptir rekstrarfjármunir að frádregnum þeim seldu, námu 101 mkr og fjármögnunarhreyfingar, þ.e. afborganir langtímalána, námu 340 mkr.
Nánari upplýsingar veita Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri, (ebg@n1.is) og Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (eggert@n1.is).
Árshlutareikningur og ítarefni:
Árshlutareikningur 30.06.2012 (pdf)
Fréttatilkynning nánar (pdf)