Afkoma N1 hf. á 1. ársfjórðungi 2013

29. maí 2013

Afkoma N1 hf. á 1. ársfjórðungi 2013

Rekstur fyrstu þrjá mánuði 2013

Rekstrartekjur N1 hf. á fyrsta ársfjórðungi 2013 voru 12.783 millj. kr., samanborið við 12.419 millj. kr. á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 279 millj. kr., samanborið við 574 millj. kr. á sama tímabili 2012. Hagnaður tímabilsins var 51 millj. kr., en á sama tímabili árið áður var hann 332 millj. kr.

Efnahagur 31.3.2013

Bókfært verð eigna félagsins 31. mars 2013 nam 28.063 millj. kr. samanborið við 27.769 millj. kr. 31. desember 2012. Eigið fé var 14.536 millj. kr., en var 14.514 millj. kr. um áramót. Eiginfjárhlutfall var 51,8% þann 31. mars 2013 og námu heildarskuldir og skuldbindingar 13.527 millj. kr.

Sjóðstreymi fyrstu þrjá mánuði 2013

Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði ársins var 263 millj. kr., en handbært fé frá rekstri 419 millj. kr. Fjárfestingahreyfingar, þ.e. keyptir rekstrarfjármunir að frádregnum þeim seldu, námu 1.037 millj. kr. og fjármögnunarhreyfingar, þ.e. afborganir langtímalána, námu 227 millj. kr.

Nánari upplýsingar veita Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri, (ebg@n1.is) og Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (eggert@n1.is)

Árshlutareikningur 31.03.2013 (.pdf)

 

undefined