22. apríl 2013
Aðalfundur N1 hf.
Aðalfundur N1 hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 15,00 síðdegis í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins:
- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á hinu liðna starfsári.
- Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
- Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins.
- Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2012.
- Tillaga að breytingum á samþykktum (breytt ákvæði um stjórn vegna lagaákvæðis um kynjahlutfall o.fl.).
- Stjórnarkjör.
- Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
- Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
- Lok fjárhagslegarar endurskipulagningar og framtíðarsýn.
- Tillaga að starfskjarastefnu félagsins.
- Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum.
- Önnur mál löglega upp borin.
Aðrar upplýsingar:
- Samþykktir fyrir N1 (.pdf)
- Starfskjarastefna N1 (.pdf)
- Tillögur stjórnar fyrir aðalfund (.pdf)
Hvað varðar rétt hluthafa til að setja málefni á dagskrá, veitingu umboðs fyrir aðalfund og atkvæðagreiðslu bendir stjórn N1 hf. á samþykktir félagsins.
Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, Reykjavík, virka daga milli kl. 9.00-16.00.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 14.30 á aðalfundardegi.
Stjórn N1 hf.