Aðalfundur N1 hf.

22. apríl 2013

Aðalfundur N1 hf.

Aðalfundur N1 hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 15,00 síðdegis í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á hinu liðna starfsári.
  2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
  3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins.
  4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2012.
  5. Tillaga að breytingum á samþykktum (breytt ákvæði um stjórn vegna lagaákvæðis um kynjahlutfall o.fl.).
  6. Stjórnarkjör.
  7. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
  8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
  9. Lok fjárhagslegarar endurskipulagningar og framtíðarsýn.
  10. Tillaga að starfskjarastefnu félagsins.
  11. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum.
  12. Önnur mál löglega upp borin.


Aðrar upplýsingar:

Hvað varðar rétt hluthafa til að setja málefni á dagskrá, veitingu umboðs fyrir aðalfund og atkvæðagreiðslu bendir stjórn N1 hf. á samþykktir félagsins.

Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi, Reykjavík, virka daga milli kl. 9.00-16.00.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 14.30 á aðalfundardegi.

Stjórn N1 hf.