14. mars 2017
Aðalfundur N1 hf 2017
Aðalfundur N1 hf. verður haldinn þriðjudaginn 21. mars 2017 klukkan 16.30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2016.
5. Stjórnarkjör.
6. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
8. Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu félagsins.
9. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
10. Önnur mál löglega upp borin.