70.000 afhendingar Dropp hjá N1 á rúmlega einu ári

23. september 2021

70.000 afhendingar Dropp hjá N1 á rúmlega einu ári

Viðskiptavinir N1 hafa sótt yfir 70.000 sendingar í gegnum Dropp þjónustuna á þjónustustöðvum N1 á því rúma ári sem liðið er frá því að þessi nýjung var tekin upp.  Dropp felur í sér að viðskiptavinir geta valið á hvaða þjónustustöð N1vörur frá ýmsum netverslunum verða afhentar og er þá jafnvel hægt að sækja pakkann hvenær sem er sólarhringsins. Upphaflega var hægt að fá vörurnar afhentar á þjónustustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en nú hefur þjónustan verið tekin upp á nær öllum þjónustustöðvum N1 á landsbyggðinni.

 

Við getum fullyrt að þessi þjónusta hafi slegið í gegn og við fögnum því sérstaklega að nær öll landsbyggðin sé nú komin í keðjuna. Það er okkur kappsmál að landsbyggðin njóti sömu þjónustu og íbúar höfuðborgarsvæðisins og það eru því ánægjuleg tímamót að vera búin að loka hringnum í kringum landið okkar,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslunasviðs N1.

 

Meðal vörumerkja sem standa til boða í Dropp þjónustunni má nefna ELKO, Nespresso, S4S, ASOS og sendingar sem koma með UPS frá vefverslunum um allan heim þar með talið Amazon. N1 hefur afhent pakka fyrir um 150 netverslanir á þessu ári og hefur vöxturinn undanfarið verið gríðarlegur. 

 

Það er ánægjulegt hvað þjónustan er að fá góðar viðtökur. Viðskiptavinir okkar geta gefið þjónustunni einkunn og við mælumst með 4,82 í einkunn af 5,0 og 8 af hverjum 10 sækja sinn pakka innan tveggja klukkustunda frá komu.  Sífellt fleiri tala um að þeir vilji frekar sækja til okkar á N1 en að láta senda sér heim enda getur verið bindandi að sitja heima hjá sér heilt kvöld og bíða eftir pakkanum sínum, þótt það vissulega henti sumum,“ segir Jón Viðar.

 

Hér má sjá nánari upplýsingar um þessa þjónustu.