Náðu alla leið

Auglýsingin var gerð í tilefni EM kvenna en við hjá N1 höfum verið einn öflugasti styrktaraðili grasrótarstarfs KSÍ um langt skeið.

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur eru í aðalhlutverki í nýjustu auglýsingunni okkar, sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrði

Að sögn Glódísar Perlu sýnir auglýsingin þær áskoranir sem hún sjálf þurfti að yfirstíga sem ung fótboltastelpa í HK og til dagsins í dag, en hún spilar nú með stórliðinu Bayern Munchen í Þýskalandi.

Hér að neðan má skyggnast á bakvið tjöldin við gerð auglýsingarinnar ásamt að horfa á auglýsinguna sjálfa.

Glódís Perla og Heiðdís Björt

Ekki gefast upp

"Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka, og kannski stelpur sérstaklega, því það er mikið í boði úti í heim og ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og upplifað drauma sína. En það þýðir ekki að gefast upp í fyrsta skipti sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök, heldur verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna nýjar leiðir þangað til maður kemst þangað sem maður vill vera."
- Glódís Perla Viggósdóttir

Verkefnið sem N1 treysti mér fyrir, stendur mér nærri og var mjög auðvelt að tengja við. Ég tók margt úr mínum reynsluheimi sem endaði í auglýsingunni, eins og það að setja sér markmið, hafa þau sýnileg upp á vegg og leggja mikið á sig til að ná þeim. Ég vonast til að skilaboð auglýsingarinnar nýtist ungu íþróttafólki sem hefur háleit markmið og vill ná langt í sinni íþrótt
- Hannes Þór Halldórsson