Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Skoða ársskýrslu (pdf)

Ársskýrsla N1

2014

Fara á síðu

Hraðhleðslustöðin Borgarnesi

N1 opnaði fyrstu hraðhleðslustöðina við hringveginn í samstarfi við Orku náttúrunnar (ON) um mitt ár 2014. Hraðhleðslustöðin sem um ræðir opnaði á N1 Borgarnesi en Orka náttúrunnar sá um uppsetningu og sér um rekstur stöðvarinnar. N1 leggur mikla áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænni orkugjafa og var þetta stórt skref í því að auka þjónustuna við rafbílaeigendur.

Samfélagsleg ábyrgð

N1 er virkur þátttakandi í FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð. Í skýrslu um samfélagslega ábyrgð N1, sem tekin var saman á árinu 2014, er getið um fjölmörg verkefni sem N1 sinnir á þessu sviði en einnig kynntar tillögur að nýjum samfélagslega ábyrgum verkefnum. T.d. hófst innleiðing á Jafnlaunavottun VR á haustdögum 2014. Þá var einnig stofnaður vinnuhópur til að skrifa samfélagsskýrslu samkvæmt aðferðafræði GRI (Global Reporting Initiative) og birta samhliða ársskýrslu N1 fyrir árið 2015.

Samstarf
við KSÍ

Gerður var samstarfssamningur við KSÍ og er N1 einn af 6 aðal styrktaraðilum íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Samhliða var skrifað undir þátttöku N1 í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna. Það verkefni er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt.

Snapchat samstarfið

Undir nafninu Landsleikurinn á samfélagsmiðlinum Snapchat fylgdi N1 í samstarfi við KSÍ eftir liðsmönnum karlalandsliðsins og leyði fylgjendum að kíkja á bak við tjöldin í undirbúningi liðsins fyrir leiki í undankeppni Evrópumótsins 2016. Þetta vakti mikla athygli enda var N1 fyrsta íslenska fyrirtækið til að nýta miðilinn í þessari stærðargráðu. Fyrir fyrsta leikinn gerðust 3.500 manns fylgjendur á fyrstu 4 dögunum.

N1 mótið á Akureyri

N1 í samstarfi við KA stendur fyrir einu stærsta knattspyrnumóti landsins, N1 mótinu, í byrjun júlí ár hvert. Þar koma saman um 1.400 drengir í 5. flokki og fjölskyldur þeirra ásamt fulltrúum allra liða. Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu.

Íslenska sjávarútvegs-
sýningin

Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin í Fífunni 25. – 27. september. Sýningin er haldin þriðja hvert ár og var þetta í ellefta sinn sem sýningin er haldin. Um 500 fyrirtæki kynntu starfssemi sína en u.þ.b. 14.000 gestir heimsótttu sýninguna. N1 var með um 100 fm bás á tveimur hæðum á sýningunni þar sem viðskiptastjórar og aðrir starfsmenn kynntu hið mikla vöruúrval og þjónustu sem N1 hefur að bjóða aðilum í sjávarútveginum.

VLO/umhverfis-
áhersla

Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum kappkostar N1 að lágmarka umhverfisáhættu frá starfsemi félagsins. N1 er í fararbroddi við innleiðingu á umhverfisvænum orkugjöfum. M.a. býður félagið upp á metangas á þjónustustöð sinni við Bíldshöfða og VLO bensín er í boði á öllum þjónustustöðvum N1. Í Borgarnesi er svo starfrækt ON hraðhleðslustöð. Á árinu fjárfesti N1 í Lífidísil hf og Orkey en bæði þessi félög stefna að framleiðslu á innlendum lífdísil.

Vegabréfaleikur N1

Vegabréfaleikur N1 var sumarherferð félagsins eins og mörg undanfarin ár. Leikurinn gengur út á það að safna stimplum í Vegabréf N1 og fá þannig fjölskyldur til að stoppa á N1 stöðvum á ferðalögum sínum um landið og fá skemmtilega glaðninga í leiðinni. Vegabréfaleikurinn var unninn í samstarfi við Skjá 1 og sjónvarpsþáttinn “Minute to win it”. Einnig var búin var til virkni á slóðinni vegabrefaleikur.is þar sem notendur gátu skilað inn myndböndum.