Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir N1 eru fólk og fyrirtæki sem nýtir sér öflugt dreifikerfi til að nálgast fjölbreytta orkugjafa og hnitmiðað vöruúrval.

Í daglegum önnum rennir fólk á ferðinni við á þjónustustöðvum okkar til að fá krafmikla þjónustu og orkugjafa fyrir sig og bílinn.  Að auki bjóðum við smurþjónustu fyrir bílinn, viðgerðir, hjólbarða og hjólbarðaþjónustu á snyrtilegum og vel búnum verkstæðum.

N1 kortið tryggir að viðskiptavinir okkar njóta ávinnings af þessum fjölbreyttu viðskiptum. Kortið er eitt öflugasta tryggðarkerfi landsins og æ fleiri nýta sér það til að fá betri kjör og safna punktum. N1 punktarnir safnast upp og nýtast sem inneign auk þess sem korthöfum bjóðast spennandi tilboð í hverjum mánuði bæði á afþreyingu og ýmiss konar vörum.

Þjónusta N1 er mikilvægur hlekkur í atvinnulífinu, bæði til sjávar og sveita og vaxandi fjöldi ólíkra fyrirtækja treystir á okkur í daglegum rekstri, allt frá iðnaðarmönnum og bændum til verktaka og flugfélaga - að ógleymdum útgerðarfyrirtækjum um allt land.

Sífellt fleiri ferðamenn koma við á N1 um allt land og hefur úrvalið af vörum sem hentar þeim hópi verið aukið samhliða því. Einnig er lögð áhersla á að ferðafólk geti fengið greinargóðar upplýsingar um veður, færð og önnur öryggisatriði á N1 auk þess sem við komum til móts við mismunandi þarfir erlendra gesta. Þessar áherslur hafa gert þjónustustöðvar N1 að eftirsóttum viðkomustöðum ferðamanna um allt land.