Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Styrkir

Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víða um land. N1 styður við tæplega 30 íþróttafélög og fjöldann allan af golfklúbbum. Endurnýjaðir voru margir íþróttasamningar á árinu. Grasrótarstuðningur skiptir okkur miklu máli og það gefur okkur mikinn innblástur að fjármunum okkar sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.

N1 mótið

N1 mótið á Akureyri var haldið í þrítugasta sinn og er eitt stærsta árlega knattspyrnumót landsins með hátt á annað þúsund þátttakendum á aldrinum 10 til 12 ára auk þjálfara, liðsstjóra og foreldra. Mótið setur því mikinn svip á höfuðstað Norðurlands í fjóra daga í byrjun júlí ár hvert. Auk keppenda af öllu landinu komu nokkur erlend lið á mótið. Mótinu voru gerð góð skil í samstarfi við Sporttv.is ásamt því að vera myndað úr lofti.

Hæfileikamótun KSÍ

Um 600 ungmenni víðsvegar af landinu tóku þátt í Hæfileikamótun KSÍ og N1. Þetta er í þriðja skiptið sem Hæfileikamótun KSÍ og N1 er haldið. Fótboltalið um allt land fengu heimsóknir frá þjálfurum KSÍ sem stóðu fyrir fræðslu og mátu jafnframt getu leikmanna á aldrinum 13 til 14 ára í þeirri von að finna framtíðarleikmenn landsliðsins. Í kjölfarið bauðst drengjum og stúlkum að taka þátt í Hæfileikamótun í Kórnum og landsliðsþjálfurum gafst tækifæri til að fylgjast með þeim spila.

Meðal þess mikla fjölda styrkja sem N1 veitir er vert að nefna eftirtalda:

  • Áframhaldandi samstarf við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans með stuðningi við rekstur tveggja bíla sem notaðir eru til að fara með krakka í ýmsar ferðir en einnig svo að vettvangsteymi geti sótt fjölskyldur heim og unnið með börnum í sínu nærumhverfi.
  • N1 styrkir og styður við barna- og unglingastarf Golfklúbbs Garðabæjar (GKG). Stuðningurinn hefur leitt það af sér að hægt hefur verið að auka enn frekar þjónustu við börn og unglinga.
  • N1 styður við bæjarhátíðir og aðra viðburði víðsvegar um landið þar sem við erum með starfsemi. Má þar nefna Aldrei fór ég suður, Smábæjarleikarnir á Blönduósi, Sumar á Selfossi og fl.
  • Á sjómannadaginn styrkti N1 björgunarsveitina Hafliða á Þórshöfn með því að gefa sveitinni fasteign á lóð sjálfsafgreiðslustöðvar á Þórshöfn. N1 vill leggja sitt af mörkum svo hægt sé að halda góðu starfi björgunarsveitarinnar áfram.
  • N1 ásamt bakhjörlum KSÍ gáfu landsmönnum kost á því að upplifa sannkallaða EM stemningu á Ingólfstorgi í sumar. EM torgið var eins og heimavöllur Íslands í sumar og skapaðist mjög góð stemning.
  • N1 tók þátt í að styrkja WOW Cyclothon með því að lengja opnunartíma þeirra stöðva sem eru á hjólaleiðinni og taka vel á móti keppendum.
  • N1 undirritaði styrk til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Styrknum verður varið til daglegrar starfsemi vegna undirbúnings Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.
  • Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var afhent ein milljón króna, en þetta er sjötta árið í röð sem við hjá N1 gefum Mæðrastyrksnefnd peningagjöf til þess að aðstoða bágstaddar fjölskyldur fyrir jólin og styrkja þá sem minna mega sín.
  • N1 lánar hluta af húsnæði sínu í Hveragerði fyrir jarðfræðisýninguna Ljósbrá – Steinasýning. N1 er stolt af því að geta stutt við bakið á nærsamfélaginu með framtaki sem þessu.
  • N1 styrkir verkefnið Munaðarlaus börn á Haití. Fjármagnið er notað til að reyna að gera þeim börnum sem lentu í jarðskjálftanum og misstu foreldra sína, lífið bærilegra.
  • N1 styður við Íslandsmeistarakeppni í ökuleikni en Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur staðið fyrir keppninni í rúm 25 ár. Á þeim tíma hefur Ökuleikni skipað sér sess um allt land sem skemmtilegur og spennandi viðburður, með það að markmiði að draga úr ölvunarakstri og fækka ölvunarslysum, auka notkun bílbelta, draga úr hraða og opna augu almennings fyrir auknu umferðaröryggi.