Í stuðningi sínum við samfélagið leggur N1 áherslu á að styrkja og styðja við barna- og unglingastarf íþróttafélaga víða um land. N1 styður við tæplega 30 íþróttafélög og fjöldann allan af golfklúbbum. Endurnýjaðir voru margir íþróttasamningar á árinu. Grasrótarstuðningur skiptir okkur miklu máli og það gefur okkur mikinn innblástur að fjármunum okkar sé varið í að byggja upp stjörnur framtíðarinnar.
N1 mótið á Akureyri var haldið í þrítugasta sinn og er eitt stærsta árlega knattspyrnumót landsins með hátt á annað þúsund þátttakendum á aldrinum 10 til 12 ára auk þjálfara, liðsstjóra og foreldra. Mótið setur því mikinn svip á höfuðstað Norðurlands í fjóra daga í byrjun júlí ár hvert. Auk keppenda af öllu landinu komu nokkur erlend lið á mótið. Mótinu voru gerð góð skil í samstarfi við Sporttv.is ásamt því að vera myndað úr lofti.
Um 600 ungmenni víðsvegar af landinu tóku þátt í Hæfileikamótun KSÍ og N1. Þetta er í þriðja skiptið sem Hæfileikamótun KSÍ og N1 er haldið. Fótboltalið um allt land fengu heimsóknir frá þjálfurum KSÍ sem stóðu fyrir fræðslu og mátu jafnframt getu leikmanna á aldrinum 13 til 14 ára í þeirri von að finna framtíðarleikmenn landsliðsins. Í kjölfarið bauðst drengjum og stúlkum að taka þátt í Hæfileikamótun í Kórnum og landsliðsþjálfurum gafst tækifæri til að fylgjast með þeim spila.