Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Stefnumótun

Í mars 2016 var stefna N1 endurskoðuð með það að markmiði að skerpa á framtíðarsýn og áherslum félagsins. Við fengum til liðs við okkur ráðgjafarfyrirtækið Manifesto, Kristján Vigfússon og Þórdísi Sigurðardóttir, til að leiða þá vinnu.

Fyrst var unnin greining á núverandi stöðu og mikilvægustu þáttum í rekstrinum þar sem styrkleikar N1 voru kortlagðir. Lögð var áhersla á að fá sem flesta starfsmenn að vinnunni, m.a. voru tekin viðtöl við 20 stjórnendur og í maívoruhaldnar vinnustofur með starfsfólki sem er í beinu sambandi við viðskiptavini félagsins. Að auki var öðrum gögnum um markað og samkeppni safnað og þau rýnd.

Engin breyting var gerð á gildunum okkar Virðing - Einfaldleiki - Kraftur þar sem þau fanga það viðhorf sem við viljum hafa til vinnu, verkefna og hvert annars.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þekki gildi félagsins og að þau séu höfð að leiðarljósi í starfi okkar.

Virðing

Við sýnum starfsmönnum, viðskiptavinum og samfélaginu öllu virðingu.

Með því að bera virðingu hvert fyrir öðru, vera jákvæð og ganga ákveðin og einbeitt til verka þá helst starfsumhverfið þægilegt, vinnudagurinn verður skemmtilegri og viðskiptin blómstra.

Einfaldleiki

Við erum skýr og einbeitt í öllu okkar starfi.

Áhersla er lögð á að einfalda verkferla og gefa skýrar upplýsingar.

 

 

Kraftur

Við hjá N1 erum jákvæð, ákveðin og leiðandi í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Með öguðum vinnubrögðum, framsýni og drifkrafti bætum við árangur okkar og eflum samfélagið.

 

Ávinningur stefnumótunarvinnu og afurðir eru eftirfarandi:

  • Framtíðarsýn: Við höldum sókninni áfram með uppbyggingu og fjárfestingu, með öflugu dreifineti, fjölbreyttum orkugjöfum og smásölu.
  • Hlutverk: Kraftmikil þjónusta sem byggir á framúrskarandi dreifikerfi fyrir fjölbreytta orkugjafa og markvisst vöruúrval.
  • Markmið: Að skapa virði fyrir viðskiptavini.

Til að ná stóra markmiðinu okkar „Að skapa virði fyrir viðskiptavini“ höfum við skilgreint fjögur lykilverkefni:

  • Kraftmikil þjónusta
  • Þróun vildarkerfa
  • Samfélagsleg ábyrgð og ásýnd
  • Hleðslustöðvar og rafvæðing

Ákveðið var að innleiða stefnuna með því að nota hugmyndafræði LEAN og nota töflustýringu þar sem verkefnum verður forgangsraðað og þau aðgerðarbundin með ábyrgðaraðilum. Með þessu náum við að samræma vinnulag við innleiðingu sem og við úrbóta- og lykilverkefni hjá félaginu. 

Að auki var settur á laggirnar stýrihópur sem hefur það verkefni að innleiða Lean hugmyndafræðina ásamt því að bera ábyrgð á lykilverkefnunum.

Til að styðja og undirbúa stjórnendur í þeim verkefnum og áskorunum sem framundan eru hefur verið skipulagt stjórnendanám í samvinnu við Háskólann í Reykjavík sem hófst í janúar 2017 og stendur fram á vor.