Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Mannauður

Starfsmannastefna N1 endurspeglar þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félagsins er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni. Stefna N1 er að laða að og halda í hæft og traust starfsfólk. Það er gert með því að skapa starfsfólki gott og hvetjandi starfsumhverfi, efla það og styrkja með markvissri starfsþjálfun og þróun. Það er mikilvægt að starfsfólk þekki hlutverk, stefnu og gildi félagsins, með því náum við betri árangri. Starfsmannastefna N1 er aðgengileg öllum starfsmönnum á Torginu, innrivef N1.

Jafnréttisstefna

N1 hefur markað sér jafnréttisstefnu og er markmið hennar að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kyni. Hver starfsmaður er metinn að verðleikum óháð kyni. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best.  Jafnframt er hvers kyns mismunun t.d. vegna kynþáttar, trúar- eða stjórnmálaskoðana, kynhneigðar, þjóðernis eða annars slíks óheimil.

Starfsmenn N1 eru með aðild að ýmsum stéttarfélögum og greiðir N1 öllum almennum starfsmönnum laun samkvæmt kjarasamningum þeirra. Á meðal stéttarfélaganna eru Efling, VR, SGS, FIT, Matvís og Byggiðn. Æðstu stjórnendur félagsins eru undanþegnir þessu. N1 fylgir lögum og reglum í landinu varðandi vinnuvernd, mannréttindi og barnaþrælkun og er stefna félagsins að ráða ekki starfsfólk undir 18 ára sé hjá því komist. N1 greiðir öll opinber gjöld og engin svört atvinnustarfsemi er í boði hjá félaginu.

Lögbundnar greiðslur N1 í lífeyrissjóði er að lágmarki 8% af öllum launum starfsmanns og greiðir starfsmaður 4%, N1 greiðir 2% á móti 2% framlagi starfsmanns í séreignarsjóð. Framkvæmdastjórar hafa kaupaukaákvæði í starfssamningi og starfsmenn þjónustustöðva sem eru í Eflingu hafa bónuskerfi í samræmi við kjarasamninga.

Jafnlaunavottun

N1 hlaut Jafnlaunavottun VR á kvenréttindadeginum, 19. júní 2015. Jafnlaunavottun VR erunnin eftir jafnlaunastaðli Staðlaráðs Íslands, ÍST85:2012. N1 er fyrsta íslenska olíufélagið sem hlýtur slíka vottun. Það skiptir miklu máli að allir sitji við sama borð þegar kemur að launaákvörðunum og mun jafnlaunakerfið tryggja að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum. Samkvæmt niðurstöðum úr jafnlaunaúttekt árið 2016 er kynbundinn launamunur hjá N1 1,0% . 

Kynjahlutfall starfsmanna

Áhersla er lögð á að jafna kynjahlutfall starfsmanna með því að fjölga konum í stjórnendastöðum og hvetja þær sérstaklega til að sækja um störf hjá félaginu sem gjarnan eru talin karllæg eins og störf í bílaþjónustu. Konum hefur fækkað aðeins frá árinu 2015 sem skýrist m.a. af því að færri konur sóttu um störf hjá félaginu á árinu og að í hóp starfsstöðva bættist við eitt verkstæði í bílaþjónustu þar sem eingöngu karlar starfa. Því varð kynjahlutfallsbreyting milli ára konum óhagstæð, fór úr 42% 2015 niður í 39% 2016.

Fjöldi starfsmanna í desember 2016 var 668, 256 konur og 412 karlar.

Starfsfólk í stjórnendastöðum 2016

Fjöldi starfsmanna í stjórnendastöðum Konur Karlar
Framkvæmdastjórn 1 4
Deildarstjórar 5 9
Stöðvarstjórar 5 11
Verslunarstjórar 1 5
Bílaþjónusta 0 11
Samtals 12 40

Stjórnendum hefur fjölgað um 4 frá árinu 2015, 2 konur og 2 karlar bættust í hópinn og var fyrsti kvenverslunarstjórinn ráðinn.

Hjá N1 er leitast við að ráða yfirmenn starfsstöðva á landsbyggðinni úr heimabyggð ef mögulegt er. Af 52 stjórnendum N1 kemur 51 úr heimabyggð eða 98%.

Árið 2016 voru stöðugildi hjá N1 að meðaltali um 532. Starfsmannaveltan endurspeglar fjölbreytta starfsemi og aukið árstímabundið álag á þjónustustöðvum, í bílaþjónustu og í verslunum. Heildarstarfsmannavelta fyrirtækisins árið 2016 var 30%. Starfsmannavelta er mest á útstöðvum, í bílaþjónustu, vöruhúsi og á þjónustustöðvum. Starfsmannavelta er minnst á skrifstofu. Dregið hefur úr starfsmannaveltu á milli ára eða um 10%.

Hlutfall starfsmanna eftir starfi og kyni í desember 2016

 

 

 

 

Fjöldi í starfi

Konur

%

Karlar

%

Þjónustustöðvar

404

210

52

194

48

Skrifstofa

108

37

34

71

66

Bílaþjónusta

99

0

0

99

100

Verslanir

20

6

30

14

70

Vöruhús

37

3

8

34

92

 

 

 

 

 

 

Samtals

668

256

 

412

 

Uppsagnarfrestur er samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi starfsmanns. Hann er misjafn eftir tegund ráðningar, starfs- og lífaldri. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og allar uppsagnir skulu vera skriflegar. Meðalfjöldi starfsmanna sem fengu greidd laun á árinu var 677.

Fjöldi starfsfólks í desember

 

Konur

Karlar

2015

658

272

386

2016

668

256

412

Fjöldi launaseðla í desember Launaseðlar   Stöðugildi
2015 679 491
2016 688 501,28

 

Fæðingarorlof 2016

Allir starfsmenn N1 sem unnið hafa hjá félaginu í 6 mánuði eða lengur eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum úr fæðingarsjóði. Árið 2016 var fjöldi starfsmanna í fæðingarorlofi 17,9 konur (meðalfjöldi fæðingarorlofsdaga 172) og 8 karlar (meðalfjöldi fæðingarorlofsdaga 51,75). Tvær konur snéru ekki til baka að orlofi loknu.

Helgun starfsfólks - Starfsánægja

Í ár var framkvæmd starfsánægjukönnun til að kanna sérstaklega líðan og upplifun starfsmanna á vinnustaðnum. Notast var við kjarnaspurningar Q12 sem snúa að atriðum sem móta viðhorf starfsfólks til vinnustaðarins m.a. hvort starfsumhverfið styðji og hvetji starfsfólk, meti starfsfólk að verðleikum og stuðli að starfsþróun. Hollusta starfsfólks er mæld með fjórum spurningum, heildaránægja, myndi mæla með N1 sem góðum vinnustað, stolt, mikilvægi starfs. Niðurstöður sýna að starfsánægja og hollusta hefur aukist á milli ára sem er mjög ánægjulegt og mælist nú 4,20 sem eru jákvæðar niðurstöður fyrir N1. Niðurstöður starfsánægjukönnunar eru notaðar til að grípa til aðgerða sé úrbóta þörf í starfsumhverfinu.

Árlega er starfsfólk boðað í starfsmanna- og frammistöðusamtöl en miðað er við að samtöl séu tekin 2-4 sinnum á ári. Samtölin byggja á fyrirfram skilgreindum markmiðum og á ákveðnu þema þar sem horft er til starfsánægju, styrkleika, starfsþróunar og þjálfunar, tækifæri til vaxtar, hagkvæmni og árangurs. Stjórnendur og starfsmenn meta frammistöðuna eftir þessum þáttum og finna leiðir til úrbóta sé þess þörf. Sett eru markmið og í næsta samtali eru þau rifjuð upp, sem eykur líkur á eftirfylgni.

N1 er í samstarfi við Gráa herinn, um að bjóða fólki sem komið er á eftirlaun en hefur getu og vilja til að vera áfram virkt á vinnumarkaði, hlutastarf. Á árinu voru þrír eldri borgarar ráðnir í gegnum samstarfið.

Heilsa

N1 er í samstarfi við Heilsuvernd sem sinnir skráningu á veikindum og slysum starfsfólks N1. Starfsmenn geta einnig leitað til Heilsuverndar og fengið ráðleggingar vegna veikinda sinna eða fjölskyldumeðlima, líkamsbeitingar eða annars konar heilsutengdra mála. Heilsuvernd heldur utan um veikindaskráningar og sendir N1 mánaðarlega skýrslur vegna þeirra. Meðalfjöldi veikindadaga árið 2016 voru 8,6 dagar.

N1 hvetur starfsmenn til heilsueflingar með ýmsum hætti m.a. með því að veita fastráðnum starfsmönnum líkamsræktarstyrk að upphæð 20.000 kr. árlega.

Eflum öryggi og heilsu

Í febrúar ár hvert er öryggis- og heilsumánuður hjá N1 en þá er efst á baugi að efla öryggis- og heilsuvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á öryggi í starfsumhverfinu og athygli vakin á heilbrigði og hreyfingu. Námskeið og fræðslufyrirlestrar tengdir skyndihjálp, eldvörnum, efnum og efnavörum, gæða-, umhverfis- og öryggismálum, ráni og rýrnun ásamt fyrirlestrum um heilsu og mataræði eru í brennidepli þennan mánuð. Í febrúar árið 2016 sóttu 220 starfsmenn 27 námskeið tengd öryggi og heilsu á vegum N1 skólans.  Starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í Lífshlaupinu í febrúar, að hreyfa sig og taka þátt skemmtilegum leik með vinnufélögum.

N1 skólinn

Stefna N1 í fræðslumálum er að stuðla að nauðsynlegri starfsþjálfun og fræðslu starfsmanna. Félagið leggur mikla áherslu á fræðslu og starfsþróun við uppbyggingu öflugrar liðsheildar. Fræðsluþörf starfsmanna er metin árlega í starfsmanna- og frammistöðuviðtölum og vinnustaðagreiningu auk þess sem stjórnendur meta fræðsluþörf starfsmanna sinna. Fræðslan er síðan kortlögð með tilliti til heildarmarkmiða N1. Vel þjálfaður starfsmaður er betur í stakk búinn til að takast á við vinnu sína, laðar að sér viðskiptavini, eykur tryggð og býr yfir þekkingu og færni sem nýtist fyrirtækinu. Samhliða innri þjálfunaráætlunum styður félagið starfsmenn sem leita sér sí- og endurmenntunar utan vinnutíma að því marki sem hún tengist núverandi eða komandi viðfangsefnum á vegum N1. Þjálfun og fræðsla tekur mið af stefnu fyrirtækisins og þannig er tryggt að hún sé eins markviss og kostur er.

N1 starfrækir N1 skólann sem hefur það hlutverk að uppfylla fræðsluþarfir starfsmanna. Stefnan er að sem mest þjálfun og fræðsla fari fram innan fyrirtækisins og sé skipulögð af eða fyrir N1. Sé þess ekki kostur er leitað út fyrir N1 til þeirra aðila sem best henta hverju sinni. Grunnstoðir N1 skólans byggja á þjálfun og fræðslu um þjónustu, vöruþekkingu, uppbyggingu og starfsemi N1, samskipti, stjórnun og öryggis- og gæðamál. N1 skólinn gegnir lykilhlutverki og er grundvöllur þess að hægt sé að sinna þjálfun og endurmenntun starfsmanna á markvissan hátt og gera þá um leið að hæfari starfskröftum til framtíðar.

N1 þarf að uppfylla fræðsluskyldur starfsmanna vegna ISO 14001 gæðavottunar, Michelin og Exxon Mobil vottunar og vegna sölu á vörum frá einstaka birgjum og er sú fræðsla skipulögð hjá N1 skólanum. N1 skólinn heldur reglulega fræðslufundi yfir vetrartímann, svokallaða föstudagsfundi, og er markmiðið með þeim að miðla upplýsingum og fróðleik til starfsmanna, bæði til gagns og gamans. Að meðaltali eru 1-2 föstudagsfundir í mánuði, sumir fyrirlestranna eru teknir upp og gerðir aðgengilegir á Torginu, innrivef N1, þar sem allir starfsmenn geta nálgast þá.

Árið 2016 voru 27 námskeið haldin á vegum N1 skólans sem 375 starfsmenn sóttu. Fræðslustundir voru 847,5. Meðaltími fræðslustunda er 2,5 klst. á starfsmann og jókst um 1,28 stund frá árinu 2015. Framboð námskeiða getur verið ólíkt á milli ára þar sem áherslan er misjöfn hverju sinni. Starfsmenn eru duglegir að sækja fyrirlestra á vegum Dokkunnar, Stjórnvísi og annarra símenntunarfélaga en ekki er haldin skráning yfir þá fræðslu.

Öll fræðsla á vegum N1 skólans er starfsmönnum að kostnaðarlausu. Hverjum og einum er hins vegar frjálst að sækja önnur námskeið þar fyrir utan. N1 skólinn er grundvöllur þess að hægt sé að sinna þjálfun og endurmenntun starfsmanna á markvissan hátt og gera þá um leið að hæfari starfskröftum til framtíðar.

 

Starfsþróun

 

Starfsfólk fjöldi

 

Konur

 

Karlar

 

Fræðslustundir alls

Öryggisnámskeið

120

54

66

259

Verkferlar og vinnubrögð

 

97

 

54

 

43

 

136

Sala, þjónusta, vöruþekking

 

102

 

 

 

 

335

Persónuleg færni

35

6

15

140

Upplýsingatækni - kerfi

 

15

 

 

 

21

Starfsmannafélag N1 - SN1

Hjá starfsmannafélagi N1 er starfsmaður í hálfu starfi sem N1 kostar. Starfsmannafélagið er öflugt og stendur fyrir ýmsum viðburðum árlega. Starfsmenn geta fengið ýmiskonar afþreyingu á niðurgreiddu verði svo sem leikhús- og bíómiða. Starfsmenn sem greiða gjald í starfsmannafélagið hafa afnot af orlofshúsum í eigu félagsins. Starfsemi SN1 miðar að því að auka starfsánægju og samheldni starfsmanna til eflingar liðsanda. Viðburðir á vegum SN1, N1 og N1 skólans eru auglýstir á Torginu, innrivef N1. Þar geta allir starfsmenn einnig nálgast upplýsingar um vinnuna, starfsmannatengt efni, fréttir úr starfseminni og fleira.

Torgið er samfélagsmiðaður innrivefur og aðgengilegur starfsmönnum hvar sem er.  Allir starfsmenn geta sett skilaboð inn á vefinn, deilt fréttum, sett inn myndir og sótt upplýsingar um viðburði og starfskjör. Þar er einnig öflug fréttaveita. Vefurinn styttir boðleiðir, styrkir starfsandann og myndar betri liðsheild.