Við breytum kyrrstöðu í hreyfingu, N1 er mikilvægur hluti af gangverki samfélagsins og daglegu lífi Íslendinga.
Með öflugu dreifikerfi um allt land, markvissu vöruvali og persónulegri þjónustu sjáum við fólki á ferð og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu. Við fyllum samfélagið orku til að takast á við krefjandi verkefni. Við gegnum mikilvægu hlutverki. Og við erum stolt af að takast á við þetta hlutverk.
Við sýnum samstarfsmönnum, viðskiptavinum og samfélaginu öllu virðingu.
Við erum skýr og einbeitt í öllu okkar starfi.
Við erum jákvæð, ákveðin og í forystu á okkar sviði.
Saga N1 er samtvinnuð viðburðaríkri samgöngu- og atvinnusögu Íslendinga á sjó og landi í eina öld. Í þessari sögu er að finna skýringuna á því hversu þjónustukerfi N1 er víðfeðmt. Það er næstum sama hvert ekið er á Íslandi eða hvar er lagst að bryggju: þjónusta N1 er ávallt innan seilingar.
1913: Hið íslenska steinolíufélag var stofnað í upphafi bílaaldar á Íslandi.
1946: Olíufélagið stofnað 14. júní.
1946: Sigurður Jónasson, ráðinn fyrsti forstjóri Olíufélagsins
1947: Olíufélagið kaupir olíustöðina í Hvalfirði af hernaðaryfirvöldum.
1947: Olíufélagið byrjar sölu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli.
1949: Olíufélagið byggir fyrsta afgreiðslukerfið í jörð á Keflavíkurflugvelli, það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu.
1952: Haukur Hvannberg ráðinn forstjóri Olíufélagsins.
1953: Starfsmannafélag Olíufélagsins stofnað.
1953: Olíuinnflutningur hefst frá Sovétríkjunum.
1957: Olíufélagið byggir nýja bensínstöð við Ægisíðu, fyrstu sjálfsafgreiðslustöðina á Íslandi.
1957: Olíufélagið festir kaup á lóð við Gelgjutanga.
1959: Vilhjálmur Jónsson ráðinn forstjóri Olíufélagsins.
1960: Olíufélagið flytur aðalskrifstofur sínar að Klapparstíg 25–27
1946: Sigurður Jónasson, ráðinn fyrsti forstjóri Olíufélagsins
1975: Olíufélagið tekur í notkun nýja skrifstofubyggingu að Suðurlandsbraut 18.
1991: Geir Magnússon ráðinn forstjóri.
1995: Olíufélagið stendur að stofnun Olíudreifingar.
1995: Fyrsta Safnkortið kynnt.
1998: Glæsileg þjónustustöð opnuð á Ártúnshöfða og Nýtt Nesti kynnt til sögunnar.
2001: Olíufélagið hf. Breytist í Ker hf. og verður eignarhaldsfyrirtæki. Olíufélagið ehf. er stofnað.
2002: Hjörleifur Jakobsson ráðinn forstjóri 1. janúar.
2004: Olíufélagið stofnar EGO.
2006: Olíufélagið selt og Hermann Guðmundsson ráðinn forstjóri.
2007: N1 stofnað við sameiningu Olíufélagsins, Bílanausts og nokkurra hjólbarðaverkstæða.
2010: Fyrsta ISO 14001 vottaða þjónustustöð og hjólbarðaverkstæði N1 á Bíldshöfða 2
2011: N1 undirritar Jafnréttismála UN WOMEN
2011: Hjólbarðaverkstæði N1 vottuð Michelin Quality Dealer
2012: Eggert Benedikt Guðmundsson ráðinn forstjóri N1
2013: N1 selur bílavarahlutaverslanir til nýs félags sem hefur starfssemi undir nafni Bílanausts
2013: N1 skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands
2013: N1 gerist aðili að FESTU miðstöð um samfélagsábyrgð
2014: Ársskýrsla N1 ekki prentuð út heldur eingöngu aðgengileg á rafrænu formi
2015: Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri
2015: N1 fær jafnlaunavottun VR fyrst olíufélaga á Íslandi
2015: N1 undirritar yfirlýsingu um loftslagsmál
2016: N1 gefur út sína fyrstu GRI G4 skýrslu
2016: N1 setur sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfseminni
2016: DÆLAN opnar á þremur stöðum
2016: N1 kaupir smur- og hjólbarðaverkstæði að Réttarhvammi á Akureyri