Það er hverju fyrirtæki nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hverjir hagsmunaaðilar þess eru, að hafa gott samráð við þá og upplýsa eftir atvikum. Með því að greina hagsmunaaðila sína getur N1 betur stýrt samskiptum við þá svo að þau séu uppbyggileg og báðum aðilum til hagsbóta. Þannig getur N1 vaxið og dafnað áfram sem mikilvægur þátttakandi í íslensku samfélagi. Lausleg greining á hagsmunaaðilum hefur leitt í ljós að innri hagsmunaaðilar N1 eru mannauður, viðskiptavinir, hluthafar, samfélagið og birgjar. Ytri hagsmunaaðilar félagsins eru eftirlitsaðilar, löggjafarvald, fjárfestar, hagsmunafélög, þrýstihópar, fjölmiðlar og bankar.