Ekki hafa fallið neinir úrskurðir eða dómar er varða félagið á árinu 2016.
Ákvarðanir Neytendastofu þar sem N1 hefur verið talið brjóta gegn lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu:
a. Ákvörðun nr. 42/2012
b. Ákvörðun nr. 22/2012
c. Ákvörðun nr. 2/2013
d. Ákvörðun nr. 29/2009
Í júní 2013 tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það hefði ákveðið að hefja markaðsrannsókn á íslenska eldneytismarkaðnum. Um er að ræða nýtt form rannsóknar, sem felur í sér athugun á því hvort grípa þurfi til aðgerða gegn aðstæðum eða háttsemi sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist því ekki sérstaklega að félaginu sjálfu heldur eldsneytismarkaðnum í heild. Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins kom út í nóvember 2015. Hafa markaðsaðilar skilað sjónarmiðum sínum og var í kjölfarið haldin ráðstefna um fram komin sjónarmið. Samkeppniseftirlitið hefur gefið til kynna að niðurstöðu megi vænta á fyrstu mánuðum ársins 2017.