Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Reglugerðir er varða starfsemi N1

Starfsemi N1 lýtur ýmsum opinberum reglugerðum og er að mestu leyti starfsleyfisskyld. Starfsleyfi eru gefin út vegna tiltekins útsölustaðar eða athafnasvæðis í samræmi við lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda af hálfu heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags. Starfsleyfi hanga uppi á viðkomandi útsölustað sýnileg viðskiptavinum. Hér má sjá þær reglugerðir sem eiga sérstaklega við þá tegund rekstrar sem N1 stundar en þær varða eldsneyti, eiturefni og hættuleg efni, spilliefni, innflutning og vöruhús.

  • Lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti
  • Lög nr. 61/2013 efnalög
  • Lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda
  • Lög nr. 87/2004 um olíugjald og kílómetragjald o.fl. með síðari breytingum, síðast 125/2015
  • Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
  • Reglugerð 960/2016: Um gæði eldsneytis
  • Reglugerð 471/2016: Um kerfi til endurheimtar bensíngufu
  • Reglugerð 888/2015: Um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)
  • Reglugerð 415/2014: Um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna
  • Reglugerð 1020/2011: Um rafhlöður og rafgeyma
  • Reglugerð 870/2013: Um söfnun gagna um innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti
  • Reglugerð 560/2007 og reglugerðir 124/2015 og 46/2016: Um fljótandi eldsneyti
  • Reglugerð 809/1999: Um olíuúrgang
  • Reglugerð 806/1999: Um spilliefni
  • Reglugerð 35/1994: Um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi
  • Reglugerð 1022/2010: Auglýsing um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum 1175/2014 

Það er öllum aðgengilegt að koma ábendingum til fyrirtækisins í gegnum heimasíðu N1 www.n1.is. Utanaðkomandi kvartanir eru skráðar í sérstakan gagnagrunn sem haldið er utan um og leyst úr hjá ábyrgðaraðila. Á hverju ári eru úttektir á starfsleyfisskyldri starfsemi N1 hjá heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags, úr þeim er unnið í samráði við viðkomandi heilbrigðiseftirlit.

Félaginu barst ein athugasemd frá Umhverfisstofnun um vanmerkta efnavöru vegna vöru í sölu hjá N1. Úr þeirri ábendingu hefur verið unnið og staðfesting um úrlausn fengist frá Umhverfisstofnun.