Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Innra eftirlit og áhættustýring

Félagið kappkostar að halda uppi fullnægjandi innra eftirliti á hinum ýmsu sviðum. Það felst í eftirliti með starfsemi félagsins í því skyni að koma í veg fyrir og greina hugsanleg mistök, yfirsjón eða sviksemi. Hagdeild félagsins sinnir innra eftirliti á útsölustöðvum N1 með reglulegu eftirliti. Valdir starfsmenn sinna eftirliti með öllu sem viðkemur rekstri útsölustöðva N1.

Virk gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi N1 eru reglulega tekin út af ytri úttektaraðilum, t.d. SGS, Vottun hf. og Exxon Mobil. Stjórn N1 hefur falið Endurskoðunarnefnd það hlutverk að hafa eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits félagsins, áhættustýringar og annarra eftirlitsaðgerða. Markmið áhættustýringar er að greina, hafa eftirlit með og lágmarka þá áhættu sem félagið býr við. Unnið er eftir áhættustýringarstefnu sem samþykkt er af stjórn.