Fara yfir á efnissvæði

Valmynd

Hlutdeildarfélög

Olíudreifing

Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti fyrir eigendur fyrirtækisins, N1 og Olíuverslun Íslands h/f, og hefur Olíudreifing yfirtekið starfsemi móðurfélaganna á þessum sviðum.

Dreifingin var fyrst yfirtekin í Reykjavík, Hafnarfirði og Hvalfirði árið 1996 en með tíð og tíma hefur starfsemin verið tekin yfir á hverjum staðnum á fætur öðrum á landsbyggðinni. Árið 1999 tók félagið við starfsemi móðurfélaganna á Ísafirði og þar með allri dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir utan Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli.

Félagið rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Verkstæðin sjá um viðhald og uppbyggingu á eignum félagsins og á tæknibúnaði þjónustustöðva móðurfélaganna.

Starfsmenn félagsins eru 130 talsins á 34 starfsstöðvum víðsvegar um landið. Verktakar annast auk þess dreifingu á 10 stöðum. Félagið á og rekur m.a. um 60 tankbíla, vörubíla og dráttarbíla auk um 50 smærri bíla, 37 birgðastöðvar með samtals 210 milljóna lítra geymarými og 500 tonna afgreiðslubát. Félagið á auk þess umboðsverslunina G. Hannesson að fullu.

Malik

Malik Supply A/S var stofnað 1989 sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki í þjónustu við olíugeirann. Meginmarkmið félagsins er að útvega olíu, smurningsefni og aðrar vörur og þjónustu fyrir fiskveiðiflotann í Grænlandshafi og Norður-Atlantshafi. Malik A/S er í dag þjónustuaðili á fjölbreyttu sviði vöru og þjónustu. Auk fiskiskipa, sinnir Malik einnig verslunar- og flutningaflotanum. Malik sinnir verkefnum sínum bæði á sjó og við hafnir víðsvegar um heim.