Site map

Fréttir

27 febrúar 2013

Afkoma N1 hf. árið 2012

  • Rekstrartekjur félagsins árið 2012 námu 60.258 mkr samanborið við 54.887 mkr árinu áður
  • EBITDA var 2.650 mkr (27,1%), en var 2.108 mkr (22,4%) árið áður.
  • Hagnaður ársins var 1.160 mkr, en árið áður var tap 268 mkr.


Rekstur N1 hf. árið 2012

Rekstrartekjur félagsins árið 2012 námu 60.258 mkr samanborið við 54.887 mkr árinu áður en hækkun má rekja til hærra olíuverðs og aukinna opinberra gjalda á eldsneyti.  EBITDA var 2.650 mkr samanborið við 2.108 mkr árið áður.  Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 312 mkr á árinu , en voru jákvæðir um 302 mkr á árinu 2011. Hagnaður ársins  nam 1.190 mkr á móti 4.509 mkr árið áður, þar af 4.822 mkr vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar árið 2011.


Efnahagur 31.12.2012

Bókfært verð eigna félagsins 31. desember 2012 nam 27.768 mkr samanborið við 26.327 mkr 31. desember 2011.  Eigið fé í lok ársins var  14.514 mkr, en var 13.323 mkr 31.12.2011. Eiginfjárhlutfall var 52,3% þann 31. desember 2012.  Í lok 2012 námu heildarskuldir og skuldbindingar 13.255 mkr.

Sjóðstreymi ársins 2012

Handbært fé frá rekstri árið 2012 var 2.540 mkr, en handbært fé frá rekstri 2011 var 1.279 mkr.  Fjárfestingahreyfingar, þ.e. keyptir rekstrarfjármunir að frádregnum þeim seldu,  námu 1.045 mkr og fjármögnunarhreyfingar, þ.e. afborganir langtímalána, námu 1.179 mkr.


Nánari upplýsingar veita Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri, (ebg@n1.is) og Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, (eggert@n1.is).

Smelltu hér til að sjá ársreikninginn 2012 á pdf formi.

afkoma2012TIL BAKA