Site map

Um N1

Meginmarkmið okkar er að ávinningur af samskiptum við N1 sé skýr, jafnt viðskiptavina, starfsfólks og hluthafa

N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á innanlandsmarkaði sem veitir fólki og fyrirtækjum afburðaþjónustu og heildarlausnir í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja. N1 er ábyrgur þjóðfélagsþegn – við leggjum áherslu á öryggismál og umhverfisvernd á öllum sviðum starfseminnar og erum meðvituð um að styrkja góð málefni.

 

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1

eggert-webEggert Benedikt er með Dipl.-Ing gráðu í rafmagnsverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe og MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Eggert starfaði sem verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu árin 1990-1995. Að MBA náminu loknu hóf Eggert störf hjá raftækjaframleiðandanum Philips í Belgíu. Sumarið 2000 flutti Eggert til San José í Kaliforníu og starfaði þar við vörustjórnun, markaðsstjórnun og viðskiptaþróun fyrir Philips. Hann flutti svo heim í júní 2004 til að taka viðs stöðu markaðsstjóra HB Granda. Hálfu ári síðar tók hann við sem forstjóri félagsins og gegndi því starfi allt til haustsins 2012 þegar hann var ráðinn forstjóri N1. Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur hjúkrunarfræðingi og á þrjú börn.

 

 

N1 varð til við samruna Olíufélagsins ESSO og Bílanausts í apríl 2007 og er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Með þjónustunet sem telur á annað hundrað afgreiðslustaði veitir félagið fólki og fyrirtækjum afburða þjónustu á sviði bílatengdrar starfsemi ásamt heildarlausnum í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja.

Við viljum að viðskiptavinir sjái ávinning sinn í því að geta leyst flestöll sín mál hjá N1. Þannig spörum við fólki bæði tíma og fyrirhöfn – við erum alls staðar í leiðinni og þú gengur að öruggri, vandaðri og fjölbreyttri þjónustu. Við höfum vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, rekum fyrsta flokks dekkja- og smurþjónustu og öfluga fyrirtækjaþjónustu.


N1 er ábyrgur þjóðfélagsþegn

Við leggjum áherslu á öryggismál og umhverfisvernd á öllum sviðum starfseminnar og erum meðvituð um að styrkja góð málefni.

N1 vinnur markvisst að því að efla og bæta þjónustu- og vöruframboðið og vera vakandi yfir tækifærum og nýjungum, bæði innanlands sem utan. N1 kappkostar að hafa ávallt á að skipa vel þjálfuðu og ánægðu starfsfólki. Fyrirtækið stendur framarlega í nýtingu nútíma tækni við vörustjórnun og rekur miðlæg vöruhús ásamt fjölda þjónustustaða víðsvegar um landið.

Framtíðarsýn 

N1 vinnur markvisst að því að efla og bæta þjónustu- og vöruframboðið og vera vakandi yfir tækifærum og nýjungum, bæði innanlands sem utan. N1 kappkostar að hafa ávallt á að skipa vel þjálfuðu og ánægðu starfsfólki.