Site map

Um N1

Meginmarkmið okkar er að ávinningur af samskiptum við N1 sé skýr, jafnt viðskiptavina, starfsfólks og hluthafa

N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á innanlandsmarkaði sem veitir fólki og fyrirtækjum afburðaþjónustu og heildarlausnir í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja. N1 er ábyrgur þjóðfélagsþegn – við leggjum áherslu á öryggismál og umhverfisvernd á öllum sviðum starfseminnar og erum meðvituð um að styrkja góð málefni.

 

 

N1 varð til við samruna Olíufélagsins ESSO og Bílanausts í apríl 2007 og er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Með þjónustunet sem telur á annað hundrað afgreiðslustaði veitir félagið fólki og fyrirtækjum afburða þjónustu á sviði bílatengdrar starfsemi ásamt heildarlausnum í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja.

Við viljum að viðskiptavinir sjái ávinning sinn í því að geta leyst flestöll sín mál hjá N1. Þannig spörum við fólki bæði tíma og fyrirhöfn – við erum alls staðar í leiðinni og þú gengur að öruggri, vandaðri og fjölbreyttri þjónustu. Við höfum vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, rekum fyrsta flokks dekkja- og smurþjónustu og öfluga fyrirtækjaþjónustu.


N1 er ábyrgur þjóðfélagsþegn

Við leggjum áherslu á öryggismál og umhverfisvernd á öllum sviðum starfseminnar og erum meðvituð um að styrkja góð málefni.

N1 vinnur markvisst að því að efla og bæta þjónustu- og vöruframboðið og vera vakandi yfir tækifærum og nýjungum, bæði innanlands sem utan. N1 kappkostar að hafa ávallt á að skipa vel þjálfuðu og ánægðu starfsfólki. Fyrirtækið stendur framarlega í nýtingu nútíma tækni við vörustjórnun og rekur miðlæg vöruhús ásamt fjölda þjónustustaða víðsvegar um landið.

Framtíðarsýn 

N1 vinnur markvisst að því að efla og bæta þjónustu- og vöruframboðið og vera vakandi yfir tækifærum og nýjungum, bæði innanlands sem utan. N1 kappkostar að hafa ávallt á að skipa vel þjálfuðu og ánægðu starfsfólki.