hluti_af_umhverfinu
Site map

N1 og umhverfið

N1 hefur haft umhverfisstefnu sína að leiðarljósi síðan 2008 og skuldbundið sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.

 


 


ISO 14001


Umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit þeirra umhverfisþátta sem fyrirtæki geta stýrt eða haft áhrif á. ISO 14001 er einn útbreiddasti staðallinn á þessu sviði og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum.

Fyrirtæki vítt og breitt um heiminn hafa tileinkað sér ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðalinn og sett sér meðal annars markmið um úrbætur í umhverfismálum, hvernig þau ætla að ná þeim innan ákveðins tímaramma. N1 hefur náð á stuttum tíma að fá níu N1 þjónustustöðvar og eitt bifreiðaverstæði vottað.

Þegar N1 hóf innleiðingarferli á umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 voru eingöngu 10 fyrirtæki á Íslandi með vottaða umhverfisstjórnun samkvæmt honum. 

Lesa meira um ISO 14001


VLO- jákvæð orka

VLO er framleidd úr náttúrulegu hráefni af ýmsu tagi, t.d. jurtaolíu, sojabaunaolíu, repjuolíu, sólblómaolíu, pálmaolíu o.fl. Dýrafituúrgangur frá veitinga- og sláturhúsum nýtist einnig til framleiðslunnar.

VLO er blandað við díselolíu N1 sem hlutfall af seldu magni í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og lög frá Alþingi. Þetta hlutfall VLO í díselolíu skilar 5% minni óendurkræfum koltvísýringsútblæstri díselbíla.

Lesa meira um VLO

 

Metan

Metan CH4 er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Hérlendis er metangasi safnað saman á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi.

Þegar metan brennur í súrefni verður til koldíoxíð og vatn. Bruna metans í vélum fylgja því tvíþættir kostir; annars vegar umbreytist það í skaðminna gas og hins vegar er ekki þörf á að brenna jarðefnaeldsneyti.

Metan fæst á Þjónustustöð N1, Bíldshöfða 2.

Lesa meira um Metan


Umhverfisvænn akstur

Sparaðu eldsneyti og takmarkaðu mengun með því að hugsa um það hvernig þú keyrir. Við höfum tekið saman nokkur ráð um það hvernig best er að keyra og hugsa um bílinn til þess að lágmarka kostnað og stuðla að umhverfisvænni akstri.

 Lesa meira um umhverfisvænan akstur