umhverfi-stor
Site map

N1 og umhverfið

N1 leggur mikla áherslu á umhverfis-, gæða- og öryggismál í starfsemi sinni.  Sex starfsstöðvar N1 hafa hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001:2004 frá Vottun hf.

 

ISO 14001 vottaðar N1 stöðvar eru; þjónustustöð og verkstæði Bíldshöfða 2, þjónustustöð Fossvogi, þjónustustöð Hringbraut, þjónustustöð Borgartúni og þjónustustöð Háholti í Mosfellsbæ. Fimm þjónustustöðvar til viðbótar eru að hefja innleiðingarferli umhverfisstjórnunarstaðalsins. 

Aðrir staðlar sem fyrirtækið uppfyllir leggja ríka áherslu á umhverfisstjórnun og meðhöndlun úrgangs. Til að auka umhverfisvitund og öryggismál allra starfsmanna hefur N1 keyrt öryggisviku þrjú ár í röð. Í þeim eru neyðar- og viðbragðsáætlanir vegna óhappa af ýmsum toga, þó aðallega tengdum umhverfi, öryggi rekstrar og starfsmanna, uppfærðar og prófaðar.

Í rúm 9 ár hefur N1 boðið dísel viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvænni valkost; Biodísel sem er lífræn innlend framleiðsla. Þar að auki setur N1 sérstök fjölvirk bætiefni í allt eldsneyti sitt sem m.a. draga úr umhverfismengun eldsneytis, einnig býður fyrirtækið upp á metangas.
Hjá N1 getur viðskiptavinur m.a. keypt umbúðarlausan rúðuvökva beint á bílinn, syntetískar ExxonMobil olíur, Green X og Remix Michelin hjólbarða, Panasonic Evolta rafhlöður og ýmsar svans- og umhverfismerktar vörur.
N1 hefur haft umhverfisstefnu sína að leiðarljósi síðan 2008 og skuldbundið sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.

Þegar N1 hóf innleiðingarferli á umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 voru eingöngu  10 fyrirtæki á Íslandi með vottaða umhverfisstjórnun samkvæmt honum.  Virk umhverfisstjórnun hjá N1 hefur skilað margvíslegum jákvæðum áhrifum í fyrirtækinu, hjá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum.  N1 hefur skilgreint þýðingarmikla umhverfisþætti í starfsemi sinni og komið upp verklagi til að vakta og stýra þeim og hefur skilgreint markmið í umhverfismálum um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi er fjölþætt ferli sem nær til nánast allra þátta N1 eins og tölvukerfa, skjalavistunar, innkaupa, fræðslu, þjálfunar, umgengni og hugarfars starfsmanna. Fyrirtækið skráir allar ábendingar, óhöpp og slysahættur í Tilkynningagrunn og vinnur úr þeim með skipulögðum hætti.
 
N1 selur mikið af varnaðarmerktum efnum og vinnur að forvörnum vegna þeirra, öryggisblöð varnaðarmerkta efna má finna á heimasíðu okkar  /n1/oryggisblod/ .

 LBB-420 Leiðbeiningar fyrir verktaka og þjónustuaðila (.pdf)