Site map

Laus störf

Hafir þú áhuga á að styrkja liðsheildina og starfa í lifandi og skemmtilegu umhverfi þar sem allir leggjast á eitt að veita framúrskarandi þjónustu þá er þér velkomið að senda inn almenna umsókn eða sækja um laus störf þegar þau eru í boði.

 

.

Meðferð umsókna 

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði. Þá falla þær úr gildi nema óskað hafi verið eftir framlengingu umsóknar.
Móttaka umsóknar er staðfest með tölvupósti. Ef fyrirsjáanlegt er að hæfni umsækjanda og reynsla muni nýtast N1 í lausar stöður, mun verða haft samband við umsækjanda. Lágmarksaldur umsækjenda er 18 ár.

Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við mannauðssvið N1 í síma: 440 1000 eða senda tölvupóst á atvinna@n1.is

Smelltu hér til að sjá ábendingar við gerð ferilskrár
Smelltu hér til að sjá ábendingar um atvinnuviðtöl

Almenn umsókn

Er draumastarfið þitt ekki auglýst hér?
 
Sendu okkur almenna umsókn og við höfum þig í huga.

Þjónusta á útisvæði höfuðborgarsvæðið

 
N1 óskar eftir að ráða útimann til starfa á þjónustustöð félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Starf útimanns felst í:

 • Sölu og þjónustu til viðskiptavina á útisvæði

Hæfniskröfur:
 • Rík þjónustulund
 • Árangursdrifni
 • Samskiptafærni
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur

þjónustustöð N1 Egilsstöðum

 
N1 óskar eftir að ráða áreiðanlega og duglega starfsmenn til starfa á þjónustustöð félagsins á Egilsstöðum. Um er að ræða fullt starf til framtíðar, vaktavinnu.

 
Helstu verkefni:
 

 • Almenn afgreiðsla
 • Þjónusta við viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

Hæfniskröfur:
 • Rík þjónustulund
 • Öguð vinnubrögð
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur