Fyrirtækjaþjónusta
Site map

Fyrirtækjaþjónusta

Viðskiptavinir N1 koma úr öllum geirum atvinnulífsins

N1 leggur fjölbreyttum hópi fyrirtækja lið í rekstrinum á hverjum degi. Við höfum reynda hóp starfsfólks og útsölustaði um allt land.
Hver viðskiptavinur hefur sinn viðskiptastjóra hjá N1 sem veitir ráðgjöf og faglega þjónustu og kynnir vöruúrvalið. Þjónustuverið er líka alltaf til taks fyrir kortaþjónustu, sölu og móttöku pantana, upplýsingaráðgjöf og þjónustu.
Við fléttum vörum, verði og kjörum inn í heildarsamninga til virðisauka fyrir viðskiptavini og nýtum stærð okkar og reynslu til hagsbóta fyrir þá.

Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 440-1100 og fáðu tilboð í þjónustu

 

Sjávarútvegur

N1 Húsavík from N1 hf on Vimeo.

N1 býður fjölbreytt úrval af vörum fyrir útgerð, allt frá því að lagt er úr höfn og þar til búið er að vinna aflann í landi; allt frá eldsneyti og olíuvörum til ýmissa gagnlegra rekstrarvara fyrir útgerð og fiskvinnslu.

Bændur

N1 Flúðir from N1 hf on Vimeo.

N1 býður fjölþætta þjónustu og vöruúrval á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu á hagstæðu verði um allt land, vinnufatnað, verkfæri, hreinsiefni og úrval af rekstrarvörum.

Verktakar

N1 - Egilsstaðir from N1 hf on Vimeo.

Ýmiss konar verkfæri, vinnufatnaður og búnaður er aðeins brot af þeirri þjónustu sem N1 veitir verktökum á öllum sviðum um allt land.

Iðnaður

N1 Patreksfjörður from N1 hf on Vimeo.

Fyrirtæki í iðnaði erum meðal helstu viðskiptavina N1. Fyrirtæki í fiskvinnslu, matvælaframleiðslu og orkufrekum iðnaði af ýmsu tagi treysta á skjóta og góða þjónustu N1.

Verkstæði

Auk hefðbundinna rekstrarvara býður N1 landsins mesta úrval af vara- og aukahlutum í allar tegundir bíla og farartækja; lakk, verkfæri, hreinsiefni, o.fl.

Verslun og þjónusta

Mörg af helstu verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins eru í viðskiptum við N1. Við sjáum þeim fyrir ýmsum heildsöluvörum og fatnaði en einnig rekstrarvörum, hreinlætisvörum, gasi og mörgu fleiru.

Flugþjónusta

N1 selur þotueldsneyti (Jet A-1) og flugbensín (Avgas 100LL) á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Auk þess fást þar flugrekstrarvörur, svo sem smurolíur fyrir þotuhreyfla og vökvakerfisolíur sem N1 hefur umboð fyrir. Starfsfólk okkar hefur fagmennsku að leiðarljósi og leitast ávallt við að uppfylla gæðakröfur í flugþjónustu til að tryggja örugga afgreiðslu á hágæðavöru og þjónustu.

Skipaþjónusta

N1 hefur þéttriðið net afgreiðslustaða um allt land, þar sem útgerðir og áhafnir geta gengið að góðri þjónustu vísri. Einnig annast N1 þjónustu við skip um allan heim gegnum alþjóða skipaþjónustu Exxon Mobil. Þær eldsneytistegundir sem N1 selur til skipa og báta, eru framleiddar eftir ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíks eldsneytis. Allir eldsneytisfarmar eru rannsakaðir sérstaklega af flokkunarfélagi sem gætir hagsmuna skipaeigenda.
Smurefni sem N1 selur til skipa og báta eru þrautreynd og sérsniðin að kröfum hvers og eins véla- og tækjaframleiðanda. Viðskiptavinir fá aðgang að fullkomnum olíurannsóknarkerfum sem veita upplýsingar um ástand smurefnanna, vélbúnaðarins og hvort sérstakra úrbóta sé þörf.

Hjólbarðaheildsala

N1 býður breiðustu línu í hjólbörðum á Íslandi, allt frá minnstu hjólbörubörðum í stærstu hjólaskófluhjólbarða og allt þar á milli. N1 sér fyritækjum einnig fyrir skyldum vörum, s.s. umfelgunarvélum, jafnvægisstillingarvélum, tjökkum, viðgerðarefnum o.fl. Fagfólk N1 veitir einnig ráðgjöf, útvegar fágætar hjólbarðastærðir og tæknilega þjónustu.

Hægt er að nálgast þjónustuna á eftirfarandi stöðum:

  • Í verslunum N1
  • Hjá viðskiptastjórum og sölumönnum N1
  • Í þjónustuveri N1
  • Á þjónustustöðvum N1